Privacy Policy of Regn ehf.

About Regn

The Regn app is owned by Regn ehf., id.number 600122-0880, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík, Iceland.

Email: admin@regn.store
Facebook: Regn store
Instagram: regn_official
Twitter: @Regnstore

Privacy Policy

This privacy policy is intended to explain the processing of personal information by Regn ehf. It includes what information is processed, how and for what purpose and what rights individuals have. Regn ehf. is a private limited company. The purpose of the company is to mediate the sale of used clothing. In order to provide excellent service, Regn ehf. needs to collect and use various types of information about users. This privacy policy describes how information is collected and what purpose it serves.

This privacy policy is part of ensuring that the processing of personal information by Regn ehf., through our website www.regn.store, on the app Regn, or through other electronic communications, is in accordance with the provisions of laws and regulations on personal protection and processing of personal information, cf. especially law no. 90/2018 on personal protection and processing of personal data (hereinafter referred to as the "Personal Protection Act"). In all processing of information about its employees and customers, Regn has safety and privacy as its guiding principle. The company does not hand over or transfer personal information about its customers or employees under any circumstances. Regn does not collect unnecessary information about its customers or employees. This applies to visits to our website www.regn.store and other electronic communications.

Cookies

We use cookies/app cookies to enable the best experience on our website and our app. A cookie is a small text file that is loaded into your browser when you visit our website or app. The information in the text file can be used to track users' browsing, improve services and make it easier for users to access a variety of functions. Cookies may contain text, numbers or information such as dates, but no personal information about users is stored there. We also use cookies that belong to third parties, i.a. Google for web analytics and Facebook that customize marketing materials and ads based on user behavior on the web. No personal information is shared with third parties for that purpose. Regn is not responsible for the information presented on the aforementioned websites. It should be noted that disconnecting or deleting cookies can have a decisive effect on the user experience and settings on linked websites.

Web metrics

Google Analytics and Facebook pixels are used for web usage measurement, but these services collect information and provide reports on website trends without identifying individual users or personal information.

Links

The Regn app may contain links to other websites, and Regn is not responsible for their content or the safety of users when leaving Regn's app. In addition, we are not responsible for the content of websites that have links to the Regn app or the website www.regn.store.

Regarding which persons the processing of personal data takes place

In Regn's activities, personal information is processed for those individuals who can be classified as

  • Buyers and/or
  • Sellers

What personal information is processed at each time and for what purpose

The following personal information from both buyers and sellers is processed at each time:

  • Identification information (name, social security number) to identify individuals and ensure credibility in business.
  • Contact information (phone number, email address) to be able to communicate with registered users and for customers to communicate internally.
  • Business history to manage loyalty programs.
  • Geographic information (postal code entered by the user) to know where the product will be delivered or from where the product will be shipped.

Where does the information come from and with whom is it shared

Information is collected from those who are registered users of the Regn app.

Execution of business

If an agreement is reached on the purchase/sale of clothing, the processing of personal data is necessary to implement the content of the agreement. It includes for example the collection of sales commissions which requires information about:

  • payment arrangement and
  • payment intermediary (bank account or credit card number) for the transaction.
  • Address for delivery of the product.
  • Sales Commision

    When paying a sales commission, payment information about the payer's payment status is generated in each case, which is necessary for accounting and the implementation of the business relationship. Payment information is also used, together with information about the item sold, to make a decision about and carry out a settlement and, depending on the circumstances, the refund of the sales commission is canceled.

    Information about the amount of sales commission and the purchase price together with identity information is shared with parties that handle payment processing so that payments can be made in accordance with the parties' agreement.

    Regn does not store any payment card information and only receives information whether a payment has gone through or not. All payments in the online store are made on secure payment sites.

    Quality of Service and Complaints

    Those who have or have had business with Regn can submit a complaint (any comment about dissatisfaction with service, processing of cases or how the business relationship has been handled) to the company. When resolving a complaint, it may be necessary to obtain personal information from the company's information systems.

    Retention Period

    Personal data is stored for as long as is necessary for the purpose of each processing. The retention period may therefore vary. In some cases, the retention period may be determined by legal requirements (e.g. accounting laws) or other practical reasons for retaining information.

    Your rights

    The Act on Privacy Policy and Processing of Personal Information gives individuals certain rights.

    According to personal protection regulations, every person has the right to receive confirmation from Regn, whether personal data concerning him or her is being processed and, if so, the right to access the personal data and information on how the processing is carried out.

    An individual has the right to receive correction of unreliable information concerning himself and, under certain conditions, that Regn deletes personal information concerning that individual. If certain conditions are met, a person has the right to limit Regn's processing of certain information. When processing has been restricted, such personal data shall only be processed, with the exception of retention, with the consent of the person concerned or to establish or defend a legal claim or to protect the rights of others.

    A person always has the right to issue a complaint about Regn's handling of their personal information to the Personal Protection Agency, but more information about the organization can be found at www.personuvernd.is

    Contact information

    Inquiries and messages regarding personal protection and processing of personal information can be sent by email to admin@regn.store or by direct message to the Instagram account @regn_official


    Persónuverndarstefna Regns ehf.

    Um Regn

    Regn appið er rekið af Regn ehf., kt. 600122-0880, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík

    Tölvupóstfang: admin@regn.store
    Facebook: Regn store
    Instagram: regn_official
    Twitter: @Regnstore

    Persónuverndarstefna

    Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að gera grein fyrir vinnslu persónuupplýsinga hjá Regni ehf. þar á meðal hvaða upplýsingar eru unnar, hvernig og í hvaða tilgangi og hvaða réttindi einstaklingar hafa. Regn ehf. er einkahlutafélag. Tilgangur félagsins er að hafa með höndum milligöngu um sölu á notuðum fatnaði. Í því skyni að veita framúrskarandi þjónustu hefur Regn þörf á að safna og nota ýmiss konar upplýsingar um notendur. Þessar reglur gera grein fyrir því hvernig upplýsingum er safnað og hvaða tilgangi það þjónar.

    Persónuverndarstefna þessi er liður í að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga hjá Regni, í gegnum vef okkar www.regn.store , á appinu Regn, eða með öðrum rafrænum samskiptum, sé í samræmi við ákvæði laga og reglna um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. einkum lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (hér eftir nefnd „lög um persónuvernd“). Í allri meðferð upplýsinga um starfsmenn og viðskiptavini sína hefur Regn öryggi og persónuvernd að leiðarljósi. Fyrirtækið afhendir eða framselur ekki undir neinum kringumstæðum persónulegar upplýsingar um viðskiptavini sína né starfsmenn. Regn safnar ekki ónauðsynlegum upplýsingum um viðskiptavini sína né starfsmenn. Gildir það um heimsóknir á vef okkar www.regn.store og önnur rafræn samskipti.

    Vafrakökur

    Við notum vafrakökur fyrir bestu upplifun á vef okkar. Vafrakökur er lítil textaskrá sem hleðst í vafra þegar vefur okkar er heimsóttur. Upplýsingarnar í textaskránni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu, bæta þjónustu og auðvelda notendum aðgang að margs konar aðgerðum. Kökur geta innihaldið texta, númer eða upplýsingar eins og dagsetningar, en þar eru engar persónuupplýsingar um notendur geymdar. Við notum einnig vefkökur sem tilheyra þriðju aðilum, m.a. Google til vefmælinga og Facebook sem sérsníða markaðsefni og auglýsingar út frá hegðun notenda á vefnum. Engum persónuupplýsingum er miðlað til þriðja aðila í þeim tilgangi. Regn ber ekki ábyrgð á þeim upplýsingum sem fram koma á framangreindum vefsíðum. Tekið skal fram að aftenging eða eyðing á vafrakökum getur haft afgerandi áhrif á notendaupplifun og stillingar á tengdum vefsvæðum.

    Vefmælingar

    Google Analytics og Facebook pixel eru notuð til notkunarmælinga á vefnum en þessar þjónustur safna upplýsingum og gefa skýrslur um þróun á vefsvæðum án þess að greint sé frá einstökum notendum eða persónuupplýsingum.

    Tenglar á aðra vefi

    Regn appið getur innihaldið tengla á aðrar vefsíður og ber Regn ekki ábyrgð á efni þeirra eða öryggi notenda þegar farið er af vefsvæði Regns. Að auki berum við enga ábyrgð á efni vefsíðna sem eru með tengla sem vísa á Regn appið eða vefsíðuna www.regn.store.

    Gagnvart hvaða einstaklingum á vinnsla persónuupplýsinga sér stað

    Í starfsemi Regns fer fram vinnsla persónuupplýsinga gagnvart þeim einstaklingum sem flokka má í:

    • Kaupendur
    • Seljendur

    Með hvaða persónupplýsingar er unnið hverju sinni og í hvaða tilgangi

    Hjá bæði kaupendum og seljendum er unnið með eftirfarandi persónuupplýsingar.

    • Auðkennisupplýsingar (nafn, kennitala) til að auðkenna einstaklinga og tryggja trúverðugleika í viðskiptum.
    • Samskiptaupplýsingar (símanúmer, netfang) til að geta átt samskipti við þá sem eru skráðir notendur og til að viðskiptavinir geti átt samskipti innbyrðis.
    • Viðskiptasaga til að halda utan um vildarkerfi.
    • Landfræðilegar upplýsingar (póstnúmer sem notandi skráir) til að vita hvar afhending vöru mun fara fram eða hvaðan vara verður send.

    Hjá hverjum er upplýsinga aflað og miðlun

    Upplýsinga er aflað hjá þeim sem eru skráðir notendur Regn apps.

    Framkvæmd viðskipta

    Komist samningur á um kaup/sölu fatnaðar er vinnsla persónuupplýsinga nauðsynleg til að framkvæma efni samningsins. Það felur m.a. í sér innheimtu söluþóknunar og þá er aflað upplýsingar um:

    • greiðslutilhögun og
    • greiðslumiðlun (bankareikning eða kreditkortanúmer) vegna viðskiptanna.
    • Heimilisfang vegna afhendingu vörunnar.

    Greiðsla söluþóknunar

    Við greiðslu söluþóknunar verða til greiðsluupplýsingar um greiðslustöðu greiðanda hverju sinni sem nauðsynlegar eru vegna bókhalds og framkvæmdar viðskiptasambandsins. Greiðsluupplýsingar eru jafnframt notaðar, ásamt upplýsingum um hið selda, til að taka ákvörðun um og framkvæma uppgjör og eftir atvikum endurgreiðslu söluþóknunar komi til þess að hún er felld niður.

    Upplýsingum um fjárhæð söluþóknunar og kaupverðs ásamt auðkennisupplýsingum er miðlað til aðila sem hafa með höndum greiðslumiðlun svo unnt sé að framkvæma greiðslur í samræmi við samning aðila.

    Regn geymir engar greiðslukortaupplýsingar og fær einungis upplýsingar hvort að greiðsla hafi farið gegn eða ekki. Allar greiðslur í vefverslun fara fram á öruggum greiðslusíðum.

    Gæði þjónustu og kvartanir

    Þeir sem eiga eða átt hafa í viðskiptum við Regn geta komið kvörtun (hvers kyns athugasemd um óánægju með þjónustu, afgreiðslu mála eða hvernig hefur verið staðið að viðskiptasambandi) á framfæri við félagið. Við úrlausn kvörtunar getur þurft hverju sinni að afla persónuupplýsinga úr upplýsingakerfum félagsins.

    Varðveislutími

    Persónuupplýsingar eru varðveittar eins lengi og nauðsynlegt er miðað við tilgang hverrar vinnslu. Varðveislutíminn kann því að vera breytilegur. Í sumum tilvikum getur varðveislutíminn ráðist af kröfum laga (s.s. laga um bókhald) eða öðrum málefnalegum ástæðum um að varðveita upplýsingar.

    Réttindi þín

    Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga veita einstaklingum ákveðin réttindi.

    Samkvæmt persónuverndarreglum á sérhver einstaklingur rétt á að fá staðfestingu frá Regni hvort verið sé að vinna persónuupplýsingar er varða hann sjálfan og ef svo er, rétt til aðgangs að persónuupplýsingunum og hvernig vinnslunni er hagað.

    Einstaklingur á rétt á að fá leiðréttingu á óáreiðanlegum upplýsingum er varða hann sjálfan og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum að Regn eyði persónuupplýsingum er hann varða. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum á einstaklingur rétt á því að Regn takmarki vinnslu. Þegar vinnsla hefur verið takmörkuð skal einungis vinna slíkar persónuupplýsingar, að varðveislu undanskilinni, með samþykki viðkomandi eða til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfu eða til að vernda réttindi annarra.

    Einstaklingur hefur ávallt rétt til að kvarta undan meðferð Regns á persónuupplýsingum hans til Persónuverndar en nánari upplýsingar um stofnunina má finna á www.personuvernd.is

    Samskiptaupplýsingar

    Fyrirspurnum og erindum vegna persónuverndar og meðferð persónuupplýsinga er m.a. unnt að koma á framfæri með tölvupósti á admin@regn.store og skilaboðum á Instagram aðganginum @regn_official